-
Teitur Þórðarson – Þjálfarinn
Jólaþáttur Skagahraðlestarinnar 2023 er viðtal við Teit Þórðarson í tveimur hlutum. Í síðari hlutanum er fjallað um þjálfarann Teit Þórðarson. Þjálfaraferill Teits spannar rúm 30 ár þar sem hann þjálfaði í Svíþjóð, Noregi, Eistlandi, Íslandi, Kanada og næstum því í Indlandi. Ferillinn litaðist mjög af uppbyggingu liða þar sem Teitur valdi ekki alltaf einföldustu leiðina.
-
Teitur Þórðarson – Leikmaðurinn
Jólaþáttur Skagahraðlestarinnar 2023 er viðtal við Teit Þórðarson í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er fjallað um leikmanninn Teit Þórðarson og í þeim síðari þjálfarann. Leikmannaferill Teits er fyrir margt merkilegur. Hann átti sér þann draum frá því hann var ungur drengur að spila í atvinnumennsku erlendis. Hann sótti það hart að komast út en…
-
Fleiri örsögur
Við höldum áfram að segja örsögur úr sögu ÍA líkt og í síðasta þætti. Fjallað verður um umdeildan Íslandsmeistaratitil árið 1958, dómaraleikinn fræga árið 1992 og Bjarnamarkið svo eitthvað sé nefnt. Viðmælendur: Sturlaugur Haraldsson og Andri Júlíusson.
-
Örsögur
ÍA hefur verið í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu í 70 ár. Á ýmsu hefur gengið en viðfangsefni þáttarins eru nokkur einkennileg mál í sögu félagsins. Svaðilför á sjó, ólöglegir leikmenn og fleira. Viðmælendur: Hörður Helgason, Steindóra Steinsdóttir og Sturlaugur Haraldsson.
-
George Kirby
George Kirby hafði mikil áhrif á knattspyrnuna á Akranesi. Hann gerði Skagamenn að Íslandsmeisturum 1974, 1975 og 1977 og að bikarmeisturum 1978 og 1982. Ferli hans hjá ÍA lauk þá á sorglegan hátt þegar ÍA féll úr efstu deild árið 1990. Í þættinum kynnumst við Kirby, hverju hann breytti á Skaganum og hvers vegna hann…
-
Bikarbullið
Árið 1997 fór fram afar einkennilegur leikur í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Viðmælendur: Steinar Adolfsson, Pálmi Haraldsson, Ellert Jón Björnsson, Hjálmur Dór Hjálmsson, Jóhannes Gíslason og Sæmundur Víglundsson.
-
Bakarinn – Seinni hluti
Bakarinn, Gunnar Sigurðsson, var í forystu knattspyrnunnar á Akranesi hátt í þrjátíu ár. Það gekk á ýmsu á þessum tíma en það hefur gustað um Gunnar alla tíð og hann hefur verið umdeildur. Í viðtalinu verða hæðir og lægðir hans á ferlinum ræddar.
-
Bakarinn – Fyrri hluti
Bakarinn, Gunnar Sigurðsson, var í forystu knattspyrnunnar á Akranesi hátt í þrjátíu ár. Það gekk á ýmsu á þessum tíma en það hefur gustað um Gunnar alla tíð og hann hefur verið umdeildur. Í viðtalinu verða hæðir og lægðir hans á ferlinum ræddar. Þátturinn er í boði Fasteignasölunnar Hákots.
-
Uppgjör
Í þættinum fyrir síðasta heimaleik Skagans er knattspyrnuárið gert upp á skemmtilegan hátt. Reynt verður að fanga stemninguna í kringum liðið og stiklað á því helsta sem gekk á.
-
Minningar
Í níunda þætti Skagahraðlestarinnar fengum við þrjá Skagamenn, þau Hörð Helgason, Ellu Maríu Gunnarsdóttur og Sverri Mar Smárason til að segja okkur frá sínum eftirminnilegustu minningum tengdum Knattspyrnufélagi ÍA.
-
Laufey Sigurðardóttir
Í áttunda þætti Skagahraðlestarinnar settist Laufey Sigurðardóttir um borð og gerði upp stórmerkilegan feril sinn.
-
Markmenn
Í þættinum er fjallað um markmenn á breiðum grundvelli. Tekist er á við spurninguna: Hvers vegna í ósköpunum velur sér einhver að vera markmaður? Gestir þáttarins eru Árni Snær Ólafsson og Páll Gísli Jónsson.
-
Indónesía og Barcelona
Árið 1979 var ævintýri líkast fyrir Skagamenn. Liðið fór í þriggja vikna keppnisferð til Norður-Súmötru á Indónesíu um vorið, spilaði tvo vináttuleiki við Feyenoord um sumarið og mætti svo Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa um haustið. Álagið var mikið þetta ár því liðið lék alls 42 leiki frá miðjum mars til byrjun októbers. Jón Gunnlaugsson settist…
-
Ivan Golac
Í þættinum er páfuglinn Ivan Golac til umræðu. Ferill hans skoðaður og rætt við Alexander Högnason og Ólaf Adolfsson um tíma hans hjá ÍA árið 1997
-
Erfðaefnið
Í þættinum að þessu sinni er erfðaefnið á Akranesi skoðað og því velt upp hvers vegna sömu ættirnar á Akranesi eigi afburðarknattspyrnumenn í Skagaliðinu kynslóð eftir kynslóð. Viðmælendur: Sigurður Trausti Karvelsson, Unnur Ýr Haraldsdóttir & Tryggvi Hrafn Haraldsson, Ársæll Arnarsson, Stefán Teitur Þórðarson & Þórður Þorsteinn Þórðarson
-
Tímabilið 2001
Gunnlaugur Jónsson og Kári Steinn Reynisson mættu í Skagahraðlestina og gerðu upp tímabilið 2001.
-
Tónlistin og ÍA
Í öðrum þætti Skagahraðlestarinnar er umfjöllunarefnið tónlist. Fyrir þáttinn hafði ritstjórn þáttarins valið fjögur bestu stuðningsmannalög ÍA. Voru aðilar nátengdir lögunum boðaðir í hljóðver og beðnir um að segja frá tilurð laganna: Sigurður Guðmundsson (Skagamenn skora mörkin), Gísli Gíslason (Gulir og Glaðir), Pétur Óðinsson (Gula Skagahraðlestin) og Flosi Einarsson (Þetta lag er ÍA). Í lok…
-
Kynslóða-lið
Í fyrsta þættinum fengum við þrjár kynslóðir Skagamanna, þau Benedikt Valtýsson (1946), Margréti Ákadóttur (1973) og Daníel Heimisson (1996) til að velja sitt besta lið skipuðum leikmönnum sem hafa staðið sig best í gulu treyjunni.