Teitur Þórðarson – Leikmaðurinn

Jólaþáttur Skagahraðlestarinnar 2023 er viðtal við Teit Þórðarson í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er fjallað um leikmanninn Teit Þórðarson og í þeim síðari þjálfarann. Leikmannaferill Teits er fyrir margt merkilegur. Hann átti sér þann draum frá því hann var ungur drengur að spila í atvinnumennsku erlendis. Hann sótti það hart að komast út en lengi vel virtist vera sem þær framtíðarvonir væru að fjara út. Örlögin tóku þá í taumana og í gegnum íslenskan lækni gat hann loks látið draum sinn rætast. Hann átti farsælan atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss.

Skagahraðlestin
Skagahraðlestin
Teitur Þórðarson – Leikmaðurinn
Loading
/