Jólaþáttur Skagahraðlestarinnar 2023 er viðtal við Teit Þórðarson í tveimur hlutum. Í síðari hlutanum er fjallað um þjálfarann Teit Þórðarson. Þjálfaraferill Teits spannar rúm 30 ár þar sem hann þjálfaði í Svíþjóð, Noregi, Eistlandi, Íslandi, Kanada og næstum því í Indlandi. Ferillinn litaðist mjög af uppbyggingu liða þar sem Teitur valdi ekki alltaf einföldustu leiðina.
/
RSS Feed