Í öðrum þætti Skagahraðlestarinnar er umfjöllunarefnið tónlist. Fyrir þáttinn hafði ritstjórn þáttarins valið fjögur bestu stuðningsmannalög ÍA. Voru aðilar nátengdir lögunum boðaðir í hljóðver og beðnir um að segja frá tilurð laganna: Sigurður Guðmundsson (Skagamenn skora mörkin), Gísli Gíslason (Gulir og Glaðir), Pétur Óðinsson (Gula Skagahraðlestin) og Flosi Einarsson (Þetta lag er ÍA).
Í lok þáttar komu þrír leikmenn ÍA í viðtal, þeir Arnar Már Guðjónsson, Hallur Flosason og Viktor Jónsson. Þeir fengu m.a. það vandasama verkefni að útnefna besta stuðningsmannalag ÍA, en einnig voru verkefni Halls og Viktors á tónlistarsviðinu til umræðu.
/
RSS Feed